Antony leikmaður Manchester United gat ekki borðað svo dögum skiptir þar sem honum leið svo illa í herbúðum félagsins.
Antony var lánaður til Real Betis í janúar og blómstraði svo sannarlega á Spáni.
„Ég vildi gera hluti en gat það ekki því ég var ekki ánægður. Ég vildi í raun ekki spila fótbolta, ég þurfti að finna sjálfan mig og finna gleðina,“ sagði Antony.
„Ég átti mjög erfiða tíma hjá Manchester United þegar ég hafði ekki gleðina, ég vildi þetta ekki lengur.“
Antony þakkar fjölskyldu sinni og æðri máttarvöldum fyrir það að hafa komist í gegnum þennan tíma en óvíst er hvað gerist hjá honum í sumar.
„Bróðir minn bað mig að berjast áfram, þetta var mjög erfiðir dagar. Ég vildi bara vera heima hjá mér. Ég hafði ekki orku í að leika við son minn, það komu dagar sem ég gat ekki borðað. Ég læsti mig oft bara inni í herbergi.“
„Þetta var erfitt en ég þakka guði og fjölskyldunni fyrir hjálpina. Með hjálp hins heilaga gat ég haldið haus og er ánægður í dag.“