Matheus Cunha er við það að ganga í raðir Manchester United frá Wolves. Fabrizio Romano segir að allt sé nú frágengið og á aðeins eftir að krota undir pappírana.
Brasilíski sóknarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United í vor og er nú ekkert eftir nema að staðfesta skiptin. Mun Cunha kosta 62,5 milljónir punda og skrifar hann undir fimm ára samning, með möguleika á einu ári til viðbótar síðar meir.
Cunha hefur átt frábært tímabil fyrir Wolves sem var í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar framan af en bjargaði sér þó þægilega fyrir rest.
Kemur Cunha til með að fá það verkefni að lífga upp á sóknarleik United, sem hefur ekki verið upp á marga fiska. Tímabilið á Old Trafford var óásættanlegt og hafnaði liðið í 15. sæti deildarinnar, sem kláraðist í gær.
🚨🇧🇷 Matheus Cunha to Manchester United, here we go! Verbal agreement in place between all parties involved.
Cunha will sign deal until June 2030 with option until 2031. Wolves to receive £62.5m clause value in installments.
Formal steps/contracts to be checked next week. pic.twitter.com/RiP4iMoH6m
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2025