fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

„Við erum ekki að sjá það að fólk mæti á leiki til þess að fara á húrr­andi fylle­rí“

433
Mánudaginn 26. maí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið rætt og ritað um áfengissölu íþróttafélaga hér á landi í tengslum við kappleiki en hún hefur aukist mjög á síðustu árum. Kallað hefur verið eftir því að böndum verði komið á söluna og hefur Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagt að óbreytt ástand komi ekki til greina.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við nokkra forsvarsmenn íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu sem segja að upplifun stuðningsmanna hafi breyst til hins betra og áfengissala hafi ekki valdið vandræðum.

Einn þeirra er Pálmi Rafn Pálmason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og núverandi framkvæmdastjóri KR. Hann segir að áfengissala hafi ekki valdið neinum vandræðum og hann hafi raunar ekki heyrt af vandræðum hjá öðrum félögum. Bendir hann á að sala á áfengi skili afleiddum tekjum.

„Eft­ir að við fór­um að selja áfengi hef­ur fólk verið að mæta fyrr á leik­ina og fær sér ham­borg­ara og svo einn eða tvo bjóra. Við erum ekki að sjá það að fólk mæti á leiki til þess að fara á húrr­andi fylle­rí,“ hefur Morgunblaðið eftir Pálma.

Í sama streng taka þeir Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Bendir Sævar til dæmis á að veitingasala skili meiri tekjum en miðasalan. Hann segir þó mikilvægt að áfengissala fari fram á skilgreindum svæðum.

Málið kom til umræðu í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is þar sem Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.

Sjá einnig: Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“

„Þetta truflar mig algjörlega ekki neitt. Ég hef verið að fara á íþróttaviðburði undanfarnar vikur og hef glaður farið með plastglasið í mitt sæti. Ég er ekki að fara á neitt fyllerí,“ sagði Rúnar meðal annars og bætti við:

„Mér finnst fólk gera of mikið úr þessu. Það er eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í. Þá þyrftir þú að banna ansi marga staði. Þetta dregur fleiri á völlinn, þetta er tekjustofn fyrir félögin. Við ættum að leita leiða til að láta þetta ganga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu