FH bauð upp á létt skot á atvinnumanninn Kristal Mána Ingason á samfélagsmiðlum eftir sigur liðsins á Breiðabliki í Bestu deild karla í gær.
Kristall er leikmaður Sönderjyske í Danmörku, en hann furðaði sig á því fyrr á leiktíðinni af hverju FH gat ekki notað góðan vin sinn, Arnór Borg Guðjohnsen, eftir öfluga byrjun í búningi Vestra í vor. Arnór söðlaði um skömmu fyrir lok félagaskiptagluggans.
„FH gat ekki notað Arnór Borg, eru frekar bara með Halla og Ladda frammi,“ skrifaði Kristall í færslu sinni um miðjan mánuðinn. Vakti hún gríðarlega athygli.
Síðan hefur FH tekið við sér og vann annan leik sinn í röð gegn Breiðabliki í gær, 2-0. Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson skoruðu mörkin.
„Booom!! 2-0 / Halli og Laddi með mörkin,“ sagði á X-reikningi FH eftir leik og alveg ljóst hvert spjótin beindust.
Booom!!
2-0 / Halli og Laddi með mörkin🤝#ViðErumFH pic.twitter.com/TNqRLdJtDW— FHingar (@fhingar) May 25, 2025
FH gat ekki notað Arnór Borg😂 eru frekar bara með Halla og Ladda frammi
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 15, 2025