Afturelding 4 – 3 KR
0-1 Guðmundur Andri Tryggvason(‘6)
0-2 Aron Sigurðarson(‘9)
1-2 Benjamin Stokke(’30)
2-2 Benjamin Stokke(’53)
2-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson(’58)
3-3 Aron Elí Sævarsson(’78)
4-3 Hrannar Snær Magnússon(’80)
Það var boðið upp á afskaplega fjörugan leik í Bestu deild karla í kvöld er lokaleikur helgarinnar fór fram.
Afturelding tók á móti KR í Mosfellsbæ í leik sem lauk með 4-3 sigri heimamanna þar sem já, sjö mörk voru skoruð.
KR komst í 2-0 í þessum leik eftir aðeins níu mínútur en Afturelding svaraði með tveimur mörkum Benjamin Stokke.
Að lokum tryggði Hrannar Snær Magnússon heimaliðinu sigur og um leið tíundu stigin á tímabilinu.