fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Pressan

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 03:10

Kanaríeyjar, Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sól, strönd og háar sektir! Þetta er það sem ferðamenn, sem fara til Gran Canaria þurfa að hafa í huga. Nú á að herða reglurnar í sumarleyfisparadísinni til að tryggja meiri ró og betri hegðun fólks.

Travel News skýrir frá þessu og segir að árlega komi þrjár milljónir ferðamanna til Gran Canaria. Margir þeirra eyða miklum tíma á ströndinni. En framvegis verður bannað að reykja á ströndinni sem og að hlusta á háværa tónlist.

Einnig verður bannað að stunda kynlíf á ströndinni og að taka sólbekki frá. Þess utan verður bannað að nota sjampó í sturtunum á ströndinni.

Brot á þessum reglum getur kostað sem nemur allt að 440.000 krónum í sekt!

Á Benidorm er nú bannað að reykja og drekka áfengi á ströndinni. Þar getur brot á þessum reglum kostað fólk sem nemur allt að 115.000 krónum í sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 vikum

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 2 vikum

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu