Juventus hefur sett það efst á óskalista sinn í sumar að krækja í Rasmus Hojlund framherja Manchester United.
Vitað er að United myndi skoða sölu á Hojlund í sumar en hann hefur átt tvö nokkuð erfið ár á Old Trafford.
Danski framherjinn þekkir vel til í Seriu A þar sem hann gerði vel með Atalanta áður en hann fór til United.
Hojlund hefur fengið mikla ábyrgð á Old Trafford en átt í vandræðum með að skora reglulega.
Juventus er ósátt með núverandi tímabil og telur félagið að Hojlund geti komið ásamt fleirum og breytt hlutunum.