Ofurparið Douglas Luiz og Alisha Lehmann eru víst hætta saman en þetta kemur fram í La Gazzetta dello Sport á Ítalíu.
Um er að ræða eitt frægasta parið í fótboltanum en þau spila bæði með ítalska félaginu Juventus.
Juventus ákvað að semja við Luiz sem var á mála hjá Aston Villa og sótti Lehmann aðeins sjö dögum seinna frá sama félagi.
Samkvæmt fréttunum er einhver tími síðan parið ákvað að ljúka sambandinu en það hófst sumarið 2021 og fór aftur af stað 2023.
Möguleiki er á að ástæðan sé staða Luiz hjá Juventus en allar líkur eru á að hann sé að kveðja félagið í sumar.
Lehmann sem er talin vera fallegasta knattspyrnukona heims er hins vegar í fínum málum á Ítalíu og verður líklega áfram þar í landi.
Lehmann er þekktur áhrifavaldur á samskiptamiðlum en 16,5 milljónir fylgja henni á Instagram svo eitthvað sé nefnt.
Hún hefur spilað 16 leiki fyrir Juventus í deild á tímabilinu og skorað tvö mörk.