Erling Haaland framherji Manchester City fékk morðhótun á Snapchat í gær eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal í Lundúnum í gærkvöldi.
Haaland birti myndir á Snapchat af stuðningsmönnum Arsenal sem góluðu á hann og gáfu honum fingurinn.
„Hæ þarna,“ sagði Haaland og birti mynd af einstaklingi sem var að gefa honum fingurinn.
„Passaðu þig núna, ekki voga þér að birta fleiri myndir á Snapchat nema þú viljir endalok þín,“ sagði í skilaboðum sem Haaland fékk.
Haaland skoraði mark City í leiknum í 1-1 jafnteflinu.