Leikmenn kvennaliðs Manchester United greiddu sjálfar fyrir flugið heim frá Svíþjóð eftir að liðið tryggði sér sigur í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Bein flug frá Stokkhólmi til Manchester voru í boði, en þau gátu ekki tekið á móti öllum leikmönnum og starfsliði.
Því ákvað félagið að bóka flug með millilendingu fyrir hópinn.
Leikmönnum var sagt að þær mættu bóka sín eigin flug ef þær vildu komast fyrr heim og margar tóku málið í eigin hendur, greiddu flugið sjálfar úr eigin vasa.
Heimildir herma að sumir leikmenn séu ósáttir við að hafa þurft að borga sjálfar fyrir heimferðina.
Kvennalið United var sett á laggirnar á nýjan leik fyrir nokkrum árum og er orðið eitt besta lið enska boltans.