

Liverpool ku vera að íhuga það að fá inn framherjann Goncalo Ramos í janúar en hann leikur með Paris Saint-Germain.
Samkvæmt enska miðlinum CaughtOffside þá er Ramos efstur á óskalista Liverpool í næsta félagaskiptaglugga.
Liverpool vill fá leikmanninn á láni út tímabilið eftir að Alexander Isak meiddist og verður ekki meira með næstu mánuðina.
Ramos fær reglulega að spila með PSG en er enginn fastamaður og hefur skorað níu mörk á tímabilinu hingað til.
Ivan Toney og Dusan Vlahovic eru einnig orðaðir við Liverpool en þeir gætu verið keyptir frekar en lánaðir.