
Alexander Isak skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool er liðið vann langþráðan sigur í gær, 2-0 gegn West Ham.
Englandsmeistararnir hafa verið í tómu tjóni undanfarið og Isak, sem kom frá Newcastle fyrir um 130 milljónir punda í sumar, hefur ekki verið nein undantekning þar.
„Ég átta mig á að það hefur lengi verið beðið eftir þessu og ég hef reynt að komast aftur í mitt besta form. En ég var ánægður með markið,“ segir hann um mark sitt.
„Við verðum að nýta þennan sigur á góðan hátt en líka vera auðmjúkir. Við erum á erfiðum kafla og einn sigur þýðir ekki að við séum komnir aftur, við þurfum að halda áfram að bæta okkur.“