fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Sport

Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en verður ekki dæmt úr leik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 10:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grimsby Town, lið úr ensku fjórðu deildinni gerði sér lítið fyrir og sló Manchester United úr enska deildarbikarnum eftir vítaspyrnukeppni í síðustu viku. Síðar kom í ljós að liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni.

Þetta var einn stærsti sigur í sögu Grimsby, sem varð fyrsta lið úr fjórðu deild sem slær Manchester United úr enskri bikarkeppni. Leiknum lauk með jafntefli og fór í vítaspyrnukeppni þar sem Grimsby hafði betur.

En eftir leikinn greindi félagið frá því að miðjumaðurinn Clarke Oduor, 26 ára, hafi verið skráður of seint til að fá leikheimild. Nákvæmlega einni mínútu eftir að skráningarfrestur EFL rann út kl. 12:00 daginn fyrir leik.

Oduor tók þátt í leiknum og var eini leikmaður Grimsby sem klikkaði í vítaspyrnukeppninni.

Grimsby greindi frá því að skráningarvillan hafi orðið vegna „tæknilegrar bilunar í kerfi félagsins“. Þegar mistökin komu í ljós tilkynnti félagið sjálft málið til EFL og hefur nú tekið ábyrgð á brotinu og samþykkt refsingu.

EFL hefur þó ákveðið að láta Grimsby halda sæti sínu í keppninni eftir ítarlega skoðun á öllum gögnum og fordæmum í sambærilegum málum í deildarbikarnum.

Í stað brottvísunar hefur EFL sektað félagið um 20.000 pund.

Það vekur athygli að hefði þetta átt sér stað í FA-bikarnum, þá hefðu reglur og fordæmi kveðið á um að Grimsby yrði útilokað og Manchester United fengið sætið sitt aftur. Barnsley lenti í slíku máli árið 2023 þegar þeir notuðu ólöglegan leikmann gegn Horsham, sem þá var dæmdur sigur í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu