Kalidou Koulibaly er þegar farinn að íhuga framtíð sína hjá Chelsea eftir aðeins eitt tímabil.
Chelsea greiddi Napoli um 33 milljónir punda fyrir hinn 31 árs gamla Koulibaly síðasta sumar.
Nú gæti Senegalinn hins vegar farið eftir vonbrigðartímabil.
Chelsea er óvænt um miðja ensku úrvalsdeild og úr öllum keppnum.
Samkvæmt Gazzetta dello Sport íhugar Koulibaly að leika annars staðar á næsta tímabili og þar segir að Juventus sé mögulegur áfangastaður.
Jafnframt er sagt að hann hafi þegar átt í samskiptum við Massimiliano Allegri, stjóra juventus.
Miðvörðurinn þekkir auðvitað vel til á Ítalíu eftir að hafa leikið með Napoli um árabil.