Það eru góðar líkur á að Graham Potter, stjóri Chelsea, sé nú búinn að fá nóg af stórstjörnunni Pierre Emerick Aubameyang.
Aubameyang var alls ekki góður á fimmtudag er Chelsea tapaði 1-0 gegn Manchester City og er með þrjú mörk í 15 leikjum fyrir félagið eftir að hafa komið í sumar.
Potter skipti Aubameyang inná snemma í fyrri hálfleik en tók hann svo af velli er 68 mínútur voru komnar á klukkuna.
Enskir miðlar telja að Potter sé alveg að fá sig saddan á frammistöðu Aubameyang sem var áður frábær fyrir Arsenal.
Aubameyang snerti boltann aðeins 14 sinnum og átti ekki skot á markið gegn Man City og var kvöldið mjög pínlegt.
Chelsea mun líklega skoða það að fá sóknarmann í sínar raðir í janúar sem gætu verið lok Aubameyang hjá félaginu.