New Orleans Saints og Minnesota Vikings mætast á sunnudag í NFL-deildinni.
Þó deildin sé spiluð á milli bandarískra liða fer þessi leikur fram í London á Englandi. Þrír leikir munu alls fara fram í NFL-deildinni þar á þessari leiktíð.
Leikið verður á Tottenham Hotspur Stadium, heimavelli samnefnds knattspyrnufélags.
Völlur Tottenahm er einn sá allra glæsilegasti í heimi og er afar þróaður.
Með tækni sem er til staðar á vellinum er hægt að breyta vellinum frá knattspyrnuvelli í völl fyrir amerískan fótbolta.
NFL-deildin birti myndband af því á Twitter þegar vellinum er breytt. Það er óhætt að segja að ferlið sé hreint magnað. Það má sjá hér neðar.
Leikur Saints og Vikings hefst klukkan 13:30 á sunnudag að íslenskum tíma.
.@SpursStadium in football mode is a thing of beauty!#NFLUK pic.twitter.com/cncdN34faY
— NFL UK (@NFLUK) September 25, 2022