fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Rifust harkalega í beinni – „Við eigum að vera hlutlausir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á í beinni útsendingu hjá Sky Sports í gærkvöldi eftir leik Tottenham og Manchester City. Micah Richards og Graeme Souness rifust þá um Paul Pogba og Harry Kane.

Richards er á því að Kane fái allt aðra og betri meðferð en Pogba hjá enskum sérfræðingum, Kane vill burt frá Tottenham og Pogba hefur viljað fara frá Manchester United.

„Ég er bara að nefna þetta því þetta er líkt stöðunni sem Kane er í, Kane mætti ekki til æfinga og við tölum um hann sem dýrling. Pogba hefur aldrei sagt neitt en fær að heyra það. Hver er munurinn,“ sagði Richards.

Reiður Souness tók þá til máls. „Mínar upplýsingar um Kane eru þær að hann hafi ekki neitað að mæta til æfinga. Það er önnur saga þarna,“ sagði Souness.

Richards sendi þá pillu á Souness. „Við eigum að vera hlutlausir,“ sagði Richards en Souness hefur haft horn í síðu Pogba um langt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami