Það var hart tekist á í beinni útsendingu hjá Sky Sports í gærkvöldi eftir leik Tottenham og Manchester City. Micah Richards og Graeme Souness rifust þá um Paul Pogba og Harry Kane.
Richards er á því að Kane fái allt aðra og betri meðferð en Pogba hjá enskum sérfræðingum, Kane vill burt frá Tottenham og Pogba hefur viljað fara frá Manchester United.
„Ég er bara að nefna þetta því þetta er líkt stöðunni sem Kane er í, Kane mætti ekki til æfinga og við tölum um hann sem dýrling. Pogba hefur aldrei sagt neitt en fær að heyra það. Hver er munurinn,“ sagði Richards.
Reiður Souness tók þá til máls. „Mínar upplýsingar um Kane eru þær að hann hafi ekki neitað að mæta til æfinga. Það er önnur saga þarna,“ sagði Souness.
Richards sendi þá pillu á Souness. „Við eigum að vera hlutlausir,“ sagði Richards en Souness hefur haft horn í síðu Pogba um langt skeið.
🗣 „Kane’s not turned up for training and we call him a saint, Pogba’s never said he wanted to leave and he’s getting abuse.“@MicahRichards @GNev2 and Graeme Souness argue about the treatment of Paul Pogba’s future compared to Harry Kane pic.twitter.com/JADAyN0Gue
— Football Daily (@footballdaily) August 15, 2021