fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Bjarni slökkti á sjónvarpinu og sendi tölvupóst: „Af hverju ger­ir maður sjálf­um sér það, ár eft­ir ár“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 08:32

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn virti blaðamaður, Bjarni Helgason á Morgunblaðinu skrifar skemmtilegan pistil í blað dagsins. Þar fer hann yfir ást sína á enska knattspyrnufélaginu, Liverpool og þeim vonbrigðum sem geta komið upp þegar ástin á félaginu er mikil.

Stuðningsmenn Liverpool hafa upplifað frábær ár en nú virðist liðið þeirra vera í krísu, Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina er liðið mætti grönnum sínum í Everton.

„Af hverju ger­ir maður sjálf­um sér það, ár eft­ir ár, að bera taug­ar til liðs í ensku úr­vals­deild­inni? Ég hef haldið með Li­verpool frá því ég man eft­ir mér og það er vissu­lega erfiðara í dag en oft áður. Kannski er maður of góðu van­ur eft­ir al­mennt dek­ur frá læri­svein­um Jür­gens Klopps und­an­far­in þrjú tíma­bil,“ skrifar Bjarni í Morgunblað dagsins.

Bjarni segir að félög fari mikinn á samfélagsmiðlum fyrir leiki og það fór í taugarnar á honu um helgina. „ Sam­fé­lags­miðlar eru í aðal­hlut­verki hjá knatt­spyrnu­fé­lög­um í dag og hjá Li­verpool FC er það ekk­ert öðru­vísi. Þar á bæ byrja menn að hita upp fyr­ir leiki vik­unn­ar þrem­ur til tveim­ur dög­um fyr­ir leik­dag. Þar spila menn mynd­bandsklipp­ur af frækn­um sigr­um, stór­kost­leg­um markvörsl­um og varn­ar­leik, og auðvitað frá­bær­um sókn­ar­leik.“

„Eft­ir leik­inn gegn Evert­on fékk ég nóg og sendi fé­lag­inu tölvu­póst. Ég bað þá vin­sam­leg­ast um að hætta þess­ari ei­lífðar­upp­hit­un frá „dá­semd­ar­dög­un­um“ og birta frek­ar mynd­bönd af ein­hverj­um eld­göml­um 7:0-töp­um svo maður gæti í það minnsta sett sig í stell­ing­ar fyr­ir það sem koma skyldi. Ég hef ekki fengið neitt svar enn þá,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Eftir að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Everton fékk Bjarni nóg „Ég slökkti samt á sjón­varp­inu um helg­ina og leyfði drengn­um að halda áfram að horfa á Bubbi bygg­ir, eft­ir að Evert­on fékk víta­spyrnu und­ir lok leiks­ins. Það eru alla vega þroska­merki, áfram gakk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Í gær

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool