fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Segir forráðamenn Tottenham gráti næst er þeir hugsa til þess að hafa misst af Bruno

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, hefur reynst Manchester United afar dýrmætur leikmaður eftir að hann gekk til liðs við liðið árið 2019. Fernandes var á tímabili nálægt við að ganga til liðs við Tottenham en svo fór ekki.

Síðan þá hefur hann spilað 57 leiki fyrir Manchester United, skorað 31 mark og 20 leiki.

Darren Lewis, blaðamaður hjá Mirror, telur að forráðamenn Tottenham gráti það á hverjum degi að hafa þurft að horfa á eftir Bruno ganga til liðs við Manchester United.

„Ég hugsa að þeir gráti hvers einasta kvöld yfir því að hafa misst af Bruno þegar að þeir voru nánast með pálmann í höndunum og þrættu fyrir það hversu mikils virði leikmaðurinn væri,“ sagði Lewis á Talksport.

Fernandes hefur sjálfur greint frá því hversu nálægt hann var að semja við Tottenham.

„Ég var mjög nálægt því að fara til Tottenham. Yfir sumartímann var ég nær því að ganga til liðs við þá en Manchester United. Sporting taldi tilboð þeirra á þessum tíma ekki nægilega gott og vildu fá meiri pening fyrir leikmann eins og mig,“ sagði Bruno Fernandes í hlaðvarpsþætti Manchester United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni