fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segir forráðamenn Tottenham gráti næst er þeir hugsa til þess að hafa misst af Bruno

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, hefur reynst Manchester United afar dýrmætur leikmaður eftir að hann gekk til liðs við liðið árið 2019. Fernandes var á tímabili nálægt við að ganga til liðs við Tottenham en svo fór ekki.

Síðan þá hefur hann spilað 57 leiki fyrir Manchester United, skorað 31 mark og 20 leiki.

Darren Lewis, blaðamaður hjá Mirror, telur að forráðamenn Tottenham gráti það á hverjum degi að hafa þurft að horfa á eftir Bruno ganga til liðs við Manchester United.

„Ég hugsa að þeir gráti hvers einasta kvöld yfir því að hafa misst af Bruno þegar að þeir voru nánast með pálmann í höndunum og þrættu fyrir það hversu mikils virði leikmaðurinn væri,“ sagði Lewis á Talksport.

Fernandes hefur sjálfur greint frá því hversu nálægt hann var að semja við Tottenham.

„Ég var mjög nálægt því að fara til Tottenham. Yfir sumartímann var ég nær því að ganga til liðs við þá en Manchester United. Sporting taldi tilboð þeirra á þessum tíma ekki nægilega gott og vildu fá meiri pening fyrir leikmann eins og mig,“ sagði Bruno Fernandes í hlaðvarpsþætti Manchester United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Í gær

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Í gær

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir