Jose Mourinho, stjóri Tottenham, virtist ekki vera á því máli að Manchester United hafi átt skilið vítaspyrnu í kvöld.
Tottenham gerði 1-1 jafntefli við United á heimavelli en eina mark United skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu.
Eric Dier virtist brjóta á Paul Pogba innan teigs en Mourinho segir dóminn undarlegan.
,,Við vorum mjög góðir, sterkir og ferskir í sókninni en svo á síðustu 20 mínútunum þá breyta þeir til og pressa á okkur. Ég var ekki með Dele eða Lucas á bekknum,“ sagði Mourinho.
,,Þetta var erfitt fyrir okkur því við vildum pressa eins og í fyrri hálfleik en fjórir sóknarmennirnir okkar voru í vandræðum.“
,,Það eina sem gaf þeim markið var mjög undarlegt víti.„