Manchester United er í veseni þessa stundina en liðið er aðeins með níu stig í ensku úrvalsdeildinni.
United vann Chelsea 4-0 í fyrstu umferð deildarinnar en síðan þá hefur leiðin legið niður á við.
Newcastle vann 1-0 heimasigur á United í dag sem þýðir að það síðarnefnda er með níu stig eftir átta leiki.
Steve Bruce er stjóri Newcastle en hann er einnig fyrrum leikmaður United.
Bruce hefur mætt United 23. sinnum sem þjálfari og var að vinna liðið í fyrsta skiptið sem er sturluð staðreynd.
1 – Steve Bruce has registered his first managerial win over Manchester United, with this his 23rd game against them in all competitions. Overdue. #NEWMNU pic.twitter.com/h8TA2G38pB
— OptaJoe (@OptaJoe) 6 October 2019