Victor Lindelof, leikmaður Manchester United, hefur svarað fyrrum stjóra sínum, Jose Mourinho.
Mourinho tjáði sig um Lindelof á dögunum en hann sagði að Svíinn væri aumur í loftinu og það væri auðvelt fyrir sóknarmenn að hafa betur.
Lindelof segir að Mourinho megi gagnrýna sig og tekur ekki of mikið mark á svona ummælum.
,,Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig, ég er mjög rólegur náungi,“ sagði Lindelof.
,,Það er alltaf einhver sem mun tala. Þegar þú spilar með þessu félagið þá ertu alltaf gagnrýndur fyrir hvernig þú spilar.“
,,Það hefur aldrei verið vandamál fyrir mig. Jafnvel þegar ég spila vel þá er ég gagnrýndur. Þetta er hluti af starfinu, allir eiga rétt á sinni skoðun.“