Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vongóður um að David de Gea kroti undir nýjan samning.
De Gea verður samningslaus næsta sumar en hefur enn ekki náð samkomulagi við félagið.
Solskjær virðist þó ekki hafa áhyggjur og telur að Spánverjinn sé ekki að fara neitt.
,,Ég vil halda David hérna og hann veit það,“ sagði Solskjær í samtali við blaðamenn.
,Hann er besti markvörður heims og við höfum séð það undanfarin ár. Ég vona að ég geti séð til þess að hann endi ferilinn hjá United.“
,,Viðræðurnar hafa verið margar og vonandi þá getum við klárað þetta.“