Liverpool er tilbúið að gera Mohamed Salah að launahæsta leikmanni Englands samkvæmt spænskum miðlum.
Salah var orðaður við Real Madrid fyrr í sumar en Liverpool hefur engan áhuga á að leyfa leikmanninum að fara.
Salah skrifaði aðeins undir framlengingu við Liverpool á síðasta ári og er samningsbundinn til ársins 2023.
Salah hefur skorað 54 mörk ú 74 deildarleikjum en hann kom til Liverpool frá Roma árið 2017.
Talað er um að Liverpool sé reiðubúið að borga Salah 430 þúsund pund á viku sem er aðeins meira en Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United fær.