fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Sjálfsmark sendi Liverpool á toppinn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. mars 2019 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool 2-1 Tottenham
1-0 Roberto Firmino(16′)
1-1 Lucas Moura(70′)
2-1 Toby Alderweireld(sjálfsmark, 90′)

Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Tottenham heimsótti Liverpool á Anfield.

Það var mikið undir fyrir viðureign dagsins en Liverpool er í baráttu um titilinn og Tottenham reynir við Meistaradeildarsæti.

Það var Liverpool sem komst yfir í leik dagsins en Roberto Firmino skoraði í fyrri hálfleik með góðum skalla.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Lucas Moura fyrir Tottenham eftir mjög laglega sókn.

Það leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan alveg þar til á lokamínútu leiksins er sigurmarkið kom á Anfield.

Toby Alderweireld varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Tottenham en Hugo Lloris hafði varið skalla Mohamed Salah sem hrökk til Alderweireld sem náði ekki að bregðast við.

Liverpool fer því aftur á topp deildarinnar eftir sigurinn og er einu stigi á undan Manchester City sem á þó leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?