UEFA hefur farið af stað með rannsókn sem beinist að ensku meisturunum í Manchester City.
Þetta staðfesti sambandið í dag en City er ásakað um að hafa brotið fjármálareglur UEFA eða Financial Fair Play.
Þetta er í annað sinn sem City kemst í slíkt vesen en félaginu var refsað árið 2014.
Þá þurfti City að borga 49 milljónir í sekt og kom sér svo sannarlega á svarta lista UEFA.
Miðað við þessar fregnir hefur enginn lært sína lexíu og gæti City fengið enn harðari refsingu í þetta skiptið.
Einnig er verið að rannsaka hvort City hafi borgað umboðsmanni Jadon Sancho 200 þúsund pund er hann var aðeins 14 ára gamall.
City vildi mikið fá Sancho í sínar raðir er hann var yngri en vængmaðurinn samdi svo síðar við Borussia Dortmund.