Það ríkir talsverð óvissa um það hvernig mál Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United eru og verða. Solskjær er með samnning við United út tímabilið en fyrst um sinn var talað um að hann hefði komið að láni frá norska liðinu Molde.
Molde gerði nýjan þriggja ára samning við Solskjær í desember en hann tók svo við United skömmu síðar.
Það vekur mikla athygli að Molde hefur eytt þessari frétt og Solskjær er á þeirri skoðun að hann þurfi að gera nýjan samning við félagið, snúi hann aftur. Ekki hafi verið um neina lánsdvöl að ræða.
,,Ég held að ég þyrft að skrifa undir nýjan samning,“ sagði Solskjær við norska fjölmiðla um það hvað myndi gerast ef hann snéri aftur til heimalandsins.
Líkurnar á því að Solskjær taki aftur við Molde eru litlar, hann fær líklega starfið hjá United til framtíðar. Ef það gerist ekki er ljóst að önnur lið á Englandi munu reyna að ráða hann til starfa, hann hefur náð þannig árangri á Old Trafford.
,,Kannski borgaði United upp gamla samninginn svo að félagið þyrfti ekki að borga meira ef félagið ætlaði að ráða hann til framtíðar,“ sagði Arilas Berg Ould-Saada blaðamaður í Noregi um málið.
Ef samnningur Solskjær við Molde er á enda þarf United ekkert að borga fyrir hann í sumar.