„Merkilegt hve karlmönnum tekst alltaf að framleiða mikinn hávaða. Þeir eru friðlausir nema þeir fái að hamra, berja, bora, negla, grafa og ýta. Allur hávaði tengist karlmönnum. Öll tæki sem gefa frá sér hávaða hafa verið fundin upp af karlmönnum. Þeim finnst þeir ekki gera neitt af viti nema að hávaði fylgi athöfnum þeirra. Hér er karlmaður að vinna, heyr, heyr.“
Kristín Marja Baldursdóttir – Kular af degi