

Liverpool hefur náð munnlegu samkomulagi um að kaupa 18 ára gamlan varnarmann, Mor Ndiaye, frá Amitie FC, samkvæmt fréttum frá Fabrizio Romano.
Ndiaye er örvfættur miðvörður sem hefur vakið athygli fyrir sterka frammistöðu sína og var nýverið fulltrúi Senegal á heimsmeistaramóti U17 ára landsliða sem fram fór í Katar.
Þar þótti hann einn af efnilegri varnarmönnum liðsins.
Gangi félagaskiptin eftir er gert ráð fyrir að Ndiaye gangi fyrst til liðs við U21 árs lið Liverpool, þar sem hann mun halda áfram þróun sinni innan félagsins.
Liverpool hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að styrkja yngri flokka sína með hæfileikaríkum leikmönnum víðs vegar að úr heiminum, og Ndiaye fellur vel að þeirri stefnu.