

Roy Keane hefur kennt hnignun Manchester United um það sem hann kallar að Sir Alex Ferguson sé enn hangandi yfir félaginu eins og vond lykt.
Keane, sem lenti frægt í átökum við Ferguson árið 2005, telur að ákvörðunartaka innan United hafi verið veik árum saman og að áhrifafólk í kringum félagið haldi aftur af nauðsynlegum breytingum.
Hann bendir á að bráðabirgðastjórinn Darren Fletcher hafi jafnvel óskað eftir blessun Ferguson áður en hann tók við hlutverkinu, þrátt fyrir að Skotinn hafi hætt störfum árið 2013.
United gerði aðeins 2-2 jafntefli gegn Burnley og Keane óttast að niðursveiflan haldi áfram nema réttur knattspyrnustjóri verði ráðinn. Í viðtali við Sky Sports spurði hann hvað færi eiginlega fram í atvinnuviðtölum hjá United.
„Af hverju halda þeir áfram að ráða sömu tegundir fólks og átta sig svo ári síðar á því að þetta sé ekki rétti maðurinn?“ sagði Keane. Hann nefndi einnig fyrrverandi fyrrum framkvæmdarstjórinn, David Gill og spurði hver bæri raunverulega ábyrgð á ákvörðunum, Jim Ratcliffe eða Jason Wilcox.
Keane sagði að ferilskrá skipti minna máli en karakter. „Þú verður að horfa mann í augun og spyrja, ert þú maðurinn til að leiða okkur áfram?“ Hann bætti við að toppleikmenn myndu annars „éta þig lifandi“.
Hann gagnrýndi einnig gæði leiksins gegn Burnley harðlega og sagði allt tal um góða frammistöðu „algjört bull“. Á meðan Keane lét dæluna ganga reyndi samráðandi hans, Daniel Sturridge, bersýnilega að halda aftur af hlátri.
Til varnar Ferguson kemur þó fram að hann gegni engu formlegu hlutverki hjá félaginu. Árið 2024 lauk INEOS milljóna punda sendiherrasamningi hans og honum var gert ljóst að hann ætti ekki lengur að fara inn í búningsklefa eftir leiki.
🚨🔊 Roy Keane: “You’ve still got Alex Ferguson and David Gill hanging around like a bad smell”
Sturridge’s face after he said that! 😂
— SimplyUtd (@SimplyUtd) January 9, 2026