fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 20:30

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útför hins margreynda knattspyrnuþjálfara Åge Hareide fór fram í dómkirkjunni í Molde á fimmtudag og var athöfnin afar vel sótt af þekktum aðilum úr knattspyrnuheiminum, bæði innanlands og erlendis. Síðasta þjálfarastarf Hareide á ferlinum var að stýra íslenska landsliðinu.

Fjöldi fyrrverandi leikmanna, þjálfara og áhrifamanna í norrænni knattspyrnu var viðstaddur í Molde til að kveðja Hareide. Þar á meðal voru fyrrverandi forsætisráðherrann Kjell Magne Bondevik, auk knattspyrnumanna á borð við Magne Hoseth, Eirik Bakke, Arild Stavrum, Morten Gamst Pedersen, Steffen Iversen, Jan Gunnar Solli, Vidar Riseth, Roar Strand, Rune Bratseth, Brede Hangeland, John Carew, Bjørn Helge Riise og John Arne Riise.

Ole Gunnar Solskjær var einnig mættur og þá voru aðilar frá Íslandi mættir en Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, Fjalar Þorgeirsson sem var markmannsþjálfari hjá Hareide á Íslandi og Sigurður Sveinn Þórðarson, liðsstjóri liðsins voru mættir á svæðið.

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen var einnig mættur ásamt Jens Stryger Larsen og fyrrverandi landsliðsfyrirliðanum Simon Kjær. Allir léku þeir undir stjórn Hareide með danska landsliðinu. Fyrrverandi aðstoðarþjálfari hans, Jon Dahl Tomasson, var einnig viðstaddur.

„Ég vona að þetta verði falleg og virðuleg kveðja til manns sem hefur gert mikið fyrir mig, en einnig fyrir marga aðra,“ sagði Eriksen í samtali við VG. Hann lýsti Hareide sem hlýjum og jákvæðum manni og sagði samband þeirra hafa verið gott frá fyrsta degi.

Eriksen lék undir stjórn Hareide með danska landsliðinu á árunum 2016 til 2020, þar á meðal á HM 2018 þar sem Danir komust í 16-liða úrslit. Hann sagði Hareide hafa komið inn á réttum tíma, skapað góða stemningu og skýra umgjörð í kringum liðið sem skilaði sér í sterkum árangri.

„Hann var frábær manneskja og ég á aðeins góðar minningar,“ sagði Eriksen að lokum og rifjaði sérstaklega upp landsliðsferð til Japan, þar sem Hareide sameinaði fagmennsku á vellinum og mannlega hlýju utan hans.

Hareide lést 18. desember 2025 eftir skammvinn veikindi. Hann greindist með heilaæxli í júlí sama ár og barðist við alvarleg veikindi síðustu mánuði ævi sinnar.

Hareide var þekktur fyrir sitt einkennandi bros og góða skap, þó hann gæti einnig orðið heitur í hamsi á hliðarlínunni þegar mikið stóð til. Sem þjálfari var hann ástríðufullur, kröfuharður og metnaðarfullur.

Þrátt fyrir veikindin fékk Hareide að upplifa stórkostlega stund á lokaskeiði lífs síns þegar Noregur tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu á nýjan leik. Knattspyrnugoðsögnin var viðstaddur í Mílanó þegar úrslitin réðust í síðasta undankeppnisleiknum gegn Ítalíu.

Sú stund var afar tilfinningaþrungin og táknræn, enda hafði Hareide lengi verið einn helsti arkitekt norskrar landsliðsknattspyrnu. Að fá að upplifa endurkomu Noregs á stærsta svið fótboltans var honum mikil huggun og verðugur endapunktur á glæsilegum ferli manns sem hafði ómetanleg áhrif á norræna knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við

Segir United fast í „Groundhog Day“ – Nefnir þá sem gætu tekið við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að
433Sport
Í gær

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði