
Liam Rosenior staðfestir að hann sé að taka við sem nýr stjóri Chelsea.
Rosenior, sem lék með Brighton, Hull, Reading, Fulham og fleiri liðum á leikmannaferlinum, hefur gert góða hluti með franska úrvalsdeildarliðið Strasbourg undanfarið, en það er systurfélag Chelsea og því greið lið yfir.
„Ég er að taka við sem nýr stjóri Chelsea, eins stærsta félags í heimi. Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig hjá ótrúlegu félagi, heimsmeisturunum,“ segir Rosenior.
Hann tekur við af Enzo Maresca, sem hvarf á brott á dögunum eftir ósætti við menn á bak við tjöldin.
„Ég get farið heim, hitti börnin mín og skrifað undir hjá mögnuðu félagi. Ég get ekki hafnað þessu tækifæri. En ég hef átt minn besta tíma hjá Strasbourg undanfarna 18 mánuði,“ segir Rosenior enn fremur.