
Manchester United mun í dag hefja formlega leit að bráðabirgðastjóra út þessa leiktíð í kjölfar brottreksturs Ruben Amorim í gær.
Amorim var rekinn eftir dapurt gengi í starfi og ósætti við yfirmenn sína á bak við tjöldin. Hann hafði stýrt United í 14 mánuði.
Darren Fletcher mun stýra United gegn Burnley á morgun en það er ekki víst að hans leikir í brúnni verði fleiri en það.
United vill ráða bráðabirgðastjóra þar til í sumar og svo ráða endanlega í starfið að tímabili loknu.
Ole Gunnar Solskjær er sagður hafa mikinn áhuga á að snúa aftur á Old Trafford, hvort sem það er í bráðabirgðastjóra eður ei.
Solskjær var með United frá 2018 til 2021 og náði fínasta árangri. Hann er þá í miklum metum hjá stuðningsmönnum og hjálpar leikmannaferill hans hjá United þar til.
Solskjær hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Besiktas í fyrra. Hann hefur einnig stýrt Molde í heimalandinu og Cardiff.
United veit af afstöðu Solskjær og skoðar nú þann möguleika að ráða hann.
🚨 Manchester United, aware of Ole Gunnar Solksjær being keen on return even on a six month contract.
Solskjær would love to be back and help Man United as caretaker manager.#MUFC start internal process today to assess short term options — then new permanent manager from June. pic.twitter.com/ANjXDQWa4G
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 6, 2026