
Spennan ku vera að magnast innan herbúða Liverpool, en sögur þaðan herma að komið hafi til harkalegs ágreinings milli Arne Slot knattspyrnustjóra og íþróttastjóra félagsins, Richard Hughes, vegna framtíðar hins unga og efnilega Rio Ngumoha.
Ngumoha, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur verið talinn eitt mesta efni Liverpool frá komu sinni sumarið 2024. Hann vakti mikla athygli með yngri liðum félagsins, var kallaður til æfinga með aðalliðinu um haustið og lék sinn fyrsta leik með því 11. janúar 2025 í 4-0 sigri gegn Accrington Stanley í bikarnum. Síðan þá hefur hann þó aðeins spilað níu leiki til viðbótar, sem hefur vakið spurningar um stöðu hans.
Samkvæmt Anfield Watch var Slot ósáttur við að Liverpool styrkti ekki kantstöðurnar eftir að Luis Diaz var seldur til Bayern Munchen fyrir 65,5 milljónir punda. Slot vildi fá nýjan kantmann, meðal annars Bradley Barcola eða Malick Fofana, en Hughes og ráðningarteymi félagsins vildu treysta á Ngumoha eftir frábæra frammistöðu hans á undirbúningstímabilinu, þar sem hann kom að fimm mörkum í fimm leikjum.
Slot ku hins vegar ekki hafa verið sannfærður um að Ngumoha væri tilbúinn í að fara í stærra hlutverk og krafðist þess að kaupa nýjan leikmann. Hughes neitaði og taldi mikilvægt að geaf unga leikmanninum tækifæri. Málið er eldfimt innan félagsins og gæti haft áhrif á bæði framtíð Ngumoha og stöðu Slot á Anfield.