
Það er ljóst að ekki allir leikmenn Manchester United munu sakna Ruben Amorim eftir brottrekstur hans í gær.
Einn þeirra er Kobbie Mainoo. Miðjumaðurinn tvítugi setti like við færslu á Instagram sem gerði grín að brottrekstri Amorim, þar sem vísað var til þess að hann fengi um 10 milljónir punda í starfslokagreiðslu.
Mainoo og hans fjölskylda voru allt annað en sátt með Amorim, en hann var settur út í kuldann eftir að hafa verið í stóru hlutverki undir stjórn Erik ten Hag.
Bróðir Mainoo mætti á leik á Old Trafford á dögunum í bol með þeim skilaboðum á að það þyrfti að frelsa leikmanninn.
Hér að neðan má sjá færsluna sem Mainoo setti like við.
