

Jamie Carragher er viss um það að Mohamed Salah muni klára tímabilið með Liverpool en un svo halda annað í sumar
Salah er þessa stundina að spila í Afríkukeppninni og hefur misst af síðustu leikjum Liverpool og hefur verið orðaður við brottför í janúar.
Carragher telur að Salah fari ekki í byrjun árs því að meistararnir hafi einfaldlega ekki efni á að missa hann á þessum tímapunkti.
,,Miðað við stöðuna sem Liverpool er í þá geta þeir ekki leyft Salah að fara í janúar og sérstaklega eftir fótbrot Alexander Isak,“ sagði Carragher.
,,Verður Mohamed Salah ennþá leikmaður Liverpool þann 1. febrúar? Já, en fyrsta september 2026? Nei.“