fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Þetta er upphæðin sem United þarf að greiða Amorim eftir brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. janúar 2026 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim mun fá háa upphæð greidda eftir að Manchester United rak hann úr starfi í dag.

Portúgalski knattspyrnustjórinn var látinn fara í morgun, eftir 1-1 jafntefli gegn Leeds í gær. Brottreksturinn kom í kjölfar vaxandi spennu milli Amorim og stjórnar félagsins.

Samkvæmt The Athletic var ákvörðunin tekin af stjórnendum United, þar á meðal framkvæmdastjóranum Omar Berrada og íþróttastjóranum Jason Wilcox, eftir að sambandið hafði rofnað milli aðila.

Amorim kom til United frá Sporting í nóvember 2024 og skrifaði undir samning til ársins 2027, með möguleika á framlengingu.

Laun Amorim voru um 125 þúsund pund á viku og þar sem 77 vikur eru eftir af samningi Amorim er talið að hann fái greiddar um 9,6 milljónir punda. Fimm aðstoðarmenn hans gætu einnig fengið bætur.

Darren Fletcher mun stýra United í næsta leik gegn Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Rosenior

Staðfesta ráðninguna á Rosenior
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar

Fór að sofa hjá eiginkonu helstu fyrirmyndar sinnar – Svona hefndi eiginmaðurinn sín mörgum árum síðar