
Það var tilkynnt í morgun að Ruben Amorim hafi verið rekinn frá Manchester United. Félagið segir það vera vegna daprar stöðu í ensku úrvalsdeildinni.
Amorim tók við í nóvember 2024 en náði alls ekki að snúa gengi liðsins við. Endaði það í 15. sæti deildarinnar en fór þó í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þar sem tap gegn Tottenham var niðurstaðan.
Helstu miðlar segja ástæðuna fyrir brottrekstrinum ekki síst vera þar sem samband hans við yfirmenn hefur stirnað hressilega undanfarna daga. Eftir jafntefli gegn Leeds í gær skaut hann á menn á bak við tjöldin og bað um frið til að sinna sínu starfi.
Yfirlýsing Manchester United í heild
Ruben Amorim hefur yfirgefið stöðu sína sem aðalþjálfari Manchester United. Ruben var ráðinn í nóvember 2024 og kom liðinu í úrslit Evrópudeildarinnar í Bilbaó í vor.
Þar sem Manchester United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar hefur félagið með trega ákveðið að þetta sé rétti tíminn til að gera breytingar. Þetta mun gefa liðinu besta möguleikann á að enda sem efst í deildinni.
Félagið þakkar Amorim fyrir vinnu sína í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Darren Fletcher tekur við liðinu í leiknum gegn Burnley á miðvikudag.