
Mynd af Ruben Amorim og eiginkonu hans birtist á síðum enskra fjölmiðla og á samfélagsmiðlum í dag.
Eins og flestir vita var Portúgalinn rekinn frá Manchester United í dag eftir dapurt gengi undanfarna 14 mánuði, eða frá því hann tók við.
Samband Amorim við stjórn United hafði undanfarið stirnað mikið og endaði það með því að hann fékk sparkið í dag.
Hann mun þó eiga fyrir salti í grautinn næstu árin því United þarf að greiða honum út hátt í 10 milljónir punda, enda átti hann um 18 mánuði eftir af samningi sínum.
Amorim virtist nokkuð brattur er hann náðist á mynd í dag, eins og má sjá hér að neðan.
Ruben Amorim has been pictured with a huge smile just hours after being sacked by #mufc [@StevenRailston] pic.twitter.com/9LKBiKTtM2
— utdreport (@utdreport) January 5, 2026