
Juventus hefur sett sig í samband við Liverpool vegna Federico Chiesa.
Chiesa gekk í raðir Liverpool frá Juventus fyrir síðustu leiktíð en hefur aldrei komist í stórt hlutverk undir stjórn Arne Slot á Anfield.
Ítalinn hefur áður slegið í gegn í heimalandinu með Juventus og Fiorentina. Fyrrnefnda félagið er í leit að kantmanni í janúarglugganum og horfir til Chiesea á ný.
Viðræður eru þó á upphafsstigum og þegar allt kemur til alls er það undir Liverpool og Chiesa sjálfum komið að ákveða hvað verður gert.
Hinn 28 ára gamli Chiesa kostaði Liverpool aðeins um 10 milljónir punda þegar hann kom. Hann er samningsbundinn til 2028.
🚨⚪️⚫️ Juventus made formal contact to show interest in Federico Chiesa over possible return in January.
Juve are looking to add +1 winger this month and Chiesa is appreciated.
Decision up to Liverpool and the player, still early stages.
🎥🇮🇹 https://t.co/gcKDyD9Ecz pic.twitter.com/TIuesQd9AM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2026