

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur komið Benjamin Sesko til varnar en sá slóvenski er mikið gagnrýndur í dag.
Sesko kom til United í sumar og hefur skorað afskaplega lítið í fremstu víglínu og eru stuðningsmenn félagsins margir áhyggjufullir.
Amorim segir að Sesko sé allt annar leikmaður en Rasmus Hojlund sem var lánaður til Napoli í sumar og hefur staðið sig vel eftir misheppnaða dvöl á Old Trafford.
,,Hann klikkar á þeim færum sem hann klikkar á en hann er alltaf mættur á staðinn og það er fyrsta skrefið,“ sagði Amorim.
,,Hann er mjög ákafur þegar hann berst um fyrsta bolta en ef þú klikkar á færum þá segir fólk að hann sé að gera allt vitlaust.“
,,Hann þarf bara að skora eitt mark. Ben er allt annar leikmaður en Rasmus, hann er að gera réttu hlutina en þarf að bæta sig í færanýtingunni.“