

Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, viðurkennir að hann sé í erfiðleikum með að ná tökum á þýska tungumálinu um tveimur árum eftir að hafa samið við félagið.
Englendingurinn er 32 ára gamall en hann talar enn lítið af tungumálinu þrátt fyrir að fara í tíma í hverri viku.
Kane neitar að gefast upp og er staðráðinn í að ná tökum á málinu áður en hann heldur aftur heimleiðis í framtíðinni.
,,Auðvitað er ég að reyna að læra, ég vil njóta menningarinnar og landsins. Ég fer í kennslu í hverri viku en þetta er erfitt en samt eitthvað sem ég er reiðubúinn í að reyna,“ sagði Kane.
,,Þýska tungumálið er allt í lagi en ég var síðast í kennslu bara eftir æfingu í dag.“
,,Ég er að koma mér aftur inn í þetta og næ nokkrum orðum hér og þar og get skilið ákveðna hluti en ég verð að halda áfram að æfa mig.“