fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
433Sport

Mættur til London að ganga frá smáatriðum – Óvænt nafn gæti tekið við í Frakklandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. janúar 2026 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Rosenior er kominn til London til að ganga formlega frá ráðningu sinni sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea.

Viðræður eru á lokastigi og er þessi 41 árs gamli Englendingur kominn til höfuðborgarinnar til að ljúka síðustu formsatriðum áður en hann verður kynntur sem arftaki Enzo Maresca, sem yfirgaf Chelsea eftir ósætti við yfirmenn á dögunum.

Sömu eigendur eiga Chelsea og Strasbourg og því var hægðarleikur að fá Rosenior yfir, en hann hefur gert góða hluti í Frakklandi og í Sambandsdeildinni.

Svo gæti farið að Rosenior verði kynntur til leiks strax í gær en Calum McFarlane, þjálfari U-21 árs liðsins, stýrði Chelsea gegn Manchester City í gær og náði í jafntefli á lokaandartökunum.

Strasbourg leitar nú að arftaka Rosenior. Talið er að Gary O’Neil, fyrrum stjóri Wolves, sé á meðal þeirra sem koma til greina hjá félaginu.

Chelsea er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, 17 stigum á eftir toppliði Arsenal. Liðið mætir Fulham í næsta leik á miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn

Starfsfólk Manchester United steinhissa – Opinbera hvað Amorim gerði á leið af æfingasvæðinu eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona