
Joao Cancelo er á leið aftur til Evrópu frá Al-Hilal, en hvert er ekki alveg komið á hreint. Fabrizio Romano segir frá.
Þessi 31 árs gamli bakvörður er ekki inni í myndinni hjá Simone Inzaghi í Sádi-Arabíu og mun fara í janúar.
Al-Hilal hefur þegar samþykkt tilboð Inter um að fá Cancelo á láni í janúar. Myndi það þýða að Francesco Acerbi eða Stefan de Vrij færu í hina áttina.
Cancelo vill þó helst af öllu fara aftur til Barcelona, hvar hann lék áður á láni frá Manchester City.
Félagið er þó, eins og flestir vita, að glíma við fjárhagsvandræði og er að reyna að koma bókhaldinu í lag til að geta fengið Portúgalann.
Cancelo hefur átt frábæran feril og auk Barcelona og Manchester City leikið með Bayern Munchen og Juventus, sem og auðvitað landsliði sínu.