
Ruben Amorim var í morgun rekinn sem þjálfari Manchester United. Darren Fletcher tekur við til bráðabirgða.
Meira
Ruben Amorim rekinn frá Manchester United
Breska blaðið The Sun tók saman fimm manna lista yfir hugsanlega arftaka. Hann má sjá hér neðan.
Xavi
Hefur verið án starfs síðan Barcelona rak hann 2024. Er þó mikils metinn og vann deildina 2023 þrátt fyrir fjárhagskragga félagsins.
Andoni Iraola
Hefur gert frábæra hluti með Bournemouth og fengið menn til að blómstra. Má þar nefna Dean Huijsen og Illia Zabarnyi, sem voru svo seldir til Real Madrid og Evrópumeistara Paris Saint-Germain.
Oliver Glasner
Sneri gengi Crystal Palace við og gerði liðið að bikarmeisturum í vor. Hefur verið orðaður við stærri störf síðan.
Eddie Howe
Hefur gert frábæra hluti með Newcastle frá því hann tók við 2021, komið liðinu tvisvar í Meistaradeildina og unnið deildabikarinn. Hefur þó verið orðaður við brottför eftir bras á þessari leiktíð.
Darren Fletcher
Hefur verið ráðinn til bráðabirgða og er í miklum metum á Old Trafford. Sannar hann sig og tekur við endanlega?
Meira
Tekur við United tímabundið – Er í miklum metum innan félagsins