

Undrabarnið Lennart Karl hefur gert einhverja stuðningsmenn Bayern Munchen reiða með nýjustu ummælum sínum.
Karl er gríðarlegt efni og er mikilvægur hlekkur í liði Bayern sem er stærsta félag Þýskalands.
Leikmaðurinn á sér þó draum og það er einn daginn að halda til Spánar og skrifa undir hjá Real Madrid.
Hann stefnir ekki á það að gera það sem fyrst enda aðeins 17 ára gamall og á allan sinn feril framundan.
,,Bayern er risastórt félag og það er draumur að fá að spila hér en einn daginn þá vil ég klárlega spila fyrir Real Madrid,“ sagði Karl.
,,Það er minn draumaklúbbur en það er bara okkar á milli að sjálfsögðu! Bayern er sérstakt félag og það er mjög gaman að vera hér.“