
Manchester United hafnaði hugmundum Ruben Amorim um framherjaval í sumar og keypti félagið Benjamin Sesko.
United studdi Amorim í sumar með dýrum kaupum fyrir tímabilið. Matheus Cunha, Bryan Mbeumo og Sesko komu allir.
Hins vegar hefur Sesko ekki staðið undir væntingum. Hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 17 leikjum í öllum keppnum og hefur oftast komið inn af bekknum.
Samkvæmt Talksport hefði Amorim, sem var rekinn frá United í morgun, frekar viljað fá Ollie Watkins frá Aston Villa. Portúgalinn taldi Watkins öruggari kost þar sem hann hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni.
Var þetta eitt af mörgu sem ýtti undir spennu milli Amorim og stjórnarinnar, sem leiddi svo til brottrekstursins í morgun.