

Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur nefnt þann stjóra sem hann væri mest til í að sjá taka við félaginu.
Allt bendir til þess að Liam Rosenior sé að taka við Chelsea eftir að Enzo Maresca var látinn fara á dögunum.
Cole segir að það væri galið af Chelsea að ræða ekki við Jurgen Klopp sem starfar í dag á bakvið tjöldin hjá Red Bull.
Klopp gerði frábæra hluti með Liverpool á sínum tíma en virðist ekki hafa áhuga á að snúa aftur í þjálfun eins og er.
,,Ég veit að þetta er klikkuð skoðun en Jurgen Klopp, ég veit að hann myndi öruggleg aldrei íhuga starfið því þetta er Chelsea og hann er Liverpool en maður veit aldrei,“ sagði Cole.
,,Ef þitt markmið sem fótboltafélag er að vinna titla þá talarðu við þá stærstu.“