
Spænska blaðið Sport segir að Rodrygo vilji komast burt frá Real Madrid í janúar.
Brasilíumaðurinn hefur nokkuð reglulega verið orðaður frá spænsku höfuðborginni, en Sport segir ensku úrvalsdeildina vel mögulegan áfangastað.
Í því samhengi eru Arsenal, Manchester City og Liverpool nefnd til sögunnar. Mohamed Salah er einmitt orðaður frá síðastnefnda félaginu og gæti því vantað mann í hans stað.
Rodrygo hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2019, þegar hann kom frá Santos í heimalandinu. Hann er samningsbundinn félaginu til 2028.