

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Gísli Eyjólfsson sneri heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð í haust og gekk í raðir ÍA. Kristján er Bliki og vildi fá hann aftur í Kópavoginn, hvar hann gerði frábæra hluti í fleiri ár.
„Ég er pirraður að einhverju leyti að Gísli Eyjólfs fái bara að rölta upp á Skipaskaga og skrifa þar undir, án þess að uppeldisfélagið reyni að koma í veg fyrir það með öllum ráðum.
Gísli er 94 módel, 32 ára næsta sumar. Þú getur ekki nefnt marga leikmenn í deildinni sem eru betri en hann, hvað þá miðjumenn. Það eru Gylfi Sig og kannski Arnór Ingvi, sem koma upp í hugann,“ sagði Kristján.
Umræðan í heild er í spilaranum.